┌rslit TBR Opi­

Fimmta mót Varðarmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina.  Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Gestaspilari frá Danmörku kom, sá og sigraði á mótinu. Hann heitir Rasmus Mangor og er unnusti Tinnu Helgadóttur sem spilar í dönsku deildinni með Værløse en Tinna kom einnig til landsins og tók þátt í mótinu.  Rasmus vann í meistaraflokki einliðaleik karla, tvíliðaleik karla með Róberti Þór Henn og tvenndarleik með Tinnu.

Í meistaraflokki stóð því Rasmus uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Helga Jóhannesson TBR í einliðaleik karla 21-16 og 21-11.

Í tvíliðaleik unnu þeir Róbert bræðurna Atla og Helga TBR eftir hörkuspennandi oddalotu 21-16, 17-21 og 21-19.

Tvenndarleikinn unnu þau Tinna eftir sigur á Atla og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-10 og 21-18.

Í einliðaleik kvenna sigraði Rakel Jóhannesdóttir TBR Snjólaugu TBR, sem hefur hingað til unnið alla einliðaleiki sína í haust. Rakel er að taka þátt í sínu fyrsta móti á þessu keppnistímabili en hún hefur verið að byggja sig upp eftir meiðsli. Viðureign þeirra Rakelar og Snjólaugar endaði eftir oddalotu með sigri Rakelar 23-21, 18-21 og 21-9.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR Karitas Ósk Ólafsdóttur og Snjólaugu 21-14 og 21-19.

Í A-flokki sigraði Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik karla. Hann vann Daníel Jóhannesson TBR 21-16 og 22-20.

Einliðaleik kvenna vann Margrét Finnbogadóttir TBR en hún vann alla sína leiki en spilað var í riðli í A-flokki kvenna.

Tvíliðaleik karla sigruðu Pétur Hemmingsen og Viktor Jónasson TBR eftir sigur á Snorra Tómassyni og Stefáni Ás Ingvarssyni TBR 21-13 og 21-15.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitaleiknum Margréti Finnbogadóttur og Unnu Björk Elíasdóttur eftir oddalotu 21-14, 16-21 og 21-18.

Tvenndarleikinn unnu Daníel og Sigríður TBR eftir sigur á Conor Byrne og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur 19-21, 21-15 og 21-16.

Pálmi Guðfinnsson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Guðmund Ágúst Thoroddsen Aftureldingu 22-20 og 21-15.

Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími vann Margréti Nilsdóttur TBR 21-15 og 21-16 og stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik kvenna.

Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Andra Pál Alfreðsson og Stefán Þór Bogason TBR 21-16 og 23-21.

Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu unnu tvíliðaleik kvenna eftir sigur á Línu Dóru Hannesdóttur og Margréti Nilsdóttur TBR 21-16 og 21-10.

Tvenndarleikinn unnu Kristófer Darri og Margrét en þau unnu Helga Grétar Gunnarsson og Írenu Jónsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-18, 18-21 og 21-12.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á TBR Opið.

Næsta mót á Varðarmótaröð BSÍ verður Meistaramót TBR 7. janúar 2012.

Skrifa­ 1. nˇvember, 2011
mg