Vinningshafar á Vetrarmóti TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Andri Snær Axelsson ÍA Jóhannes Orra Ólafsson KR 21-17 og 21-18 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-12 og 21-3 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær og Davíð Örn Harðarson ÍA Atla Má Eyjólfsson og Jóhannes Orra KR eftir oddalotu 13-21, 21-17 og 21-15. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea og Erna Katrín Pétursdóttir TBR Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-9. Í tvenndarleik unnu Andri Snær og Harpa Kristný ÍA Sigurjón Bergsteinsson og Úlfheiði Emblu ÍA 21-16 og 21-10. Andri Snær vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U15 vann Pálmi Guðfinnsson TBR Kristófer Darra Finnsson TBR 21-13 og 21-9 í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-9 og 21-8 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri TBR Alexander Huang og Pálma TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-19. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Örnu Karenu Jóhannsdóttur og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu 21-12 og 21-17. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni og Alda TBR þau Kristófer Darra og Margréti TBR 21-6 og 21-15. Alda vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U17 vann Eiður Ísak Broddason TBR Daníel Jóhannesson TBR 21-16 og 21-7 í einliðaleik drengja. Margrét Finnbogadóttir TBR vann Unni Björk Elíasdóttur TBR 21-17 og 21-18 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Eiður Ísak og Daníel TBR Birki Fannar Snævarsson og Brynjar Geir Sigurðsson BH 21-19 og 21-17. Í tvíliðaleik telpna unnu Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Sigríður Árnadóttir TBR Margréti og Unnu Björk 21-15 og 21-19. Í tvenndarleik unnu Daníel og Sigríður TBR Andra Pál Alfreðsson og Margréti TBR 21-6 og 21-8.

Í flokki U19 vann Þorkell Ingi Eriksson TBR Ólaf Örn Guðmundsson BH eftir oddalotu 21-12, 15-21 og 21-12 í einliðaleik pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann Söru Högnadóttur TBR 21-11 og 21-18 í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi TBR Snorra Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR eftir oddalotu 15-21, 21-10 og 21-16. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét og Sara Elisabeth Christensen og Maríu Árnadóttur TBR eftir hörkuspennandi oddalotu 21-14, 23-25 og 25-23. Í tvenndarleik unnu Thomas Þór Thomsen og Margrét Snorra og Maríu TBR 21-11 og 22-20. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á þessu móti.

Smellið hér
til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBR.

Næsta mót á unglingamótaröð BSÍ verður Unglingamót TBA á Akureyri 5. - 6. nóvember næstkomandi.

Skrifađ 24. oktober, 2011
mg