Unglingamót KR er á sunnudaginn

Unglingamót KR verður haldið á sunnudaginn í KR heimilinu við Frostaskjól.  Mótið er B & C mót og er einliðaleiksmót. 

Alls taka 63 keppendur þátt í mótinu frá fjórum félögum, Aftureldingu, BH, KR og UMF Þór í Þorlákshöfn. 

Í U11 verður spilað ein lota upp í 21 og allir fá verðurkenningu fyrir þátttöku.  Keppni hefst klukkan 10. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 13. oktober, 2011
mg