Ragna tekur ţátt í hollenska opna mótinu

Hollenska opna mótið hefst í dag. Mótið er svokallað „Grand Prix" mót sem er geysilega sterkt mót sem aðeins sterkustu spilarar heims hafa þátttökurétt á.

Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í mótinu og komst beint inn í aðalkeppnina.

Hún keppir fyrsta leik sinn á morgun við tékknesku stúlkuna Kristina Gavnholt. Gavnholt er í 53. sæti heimslistans en Ragna er í 64. sæti. Þær hafa fjórum sinnum mæst áður á árunum 2006 til 2008 og hafa báðar unnið tvisvar. Það má því búast við hörkuleik hjá Rögnu á morgun, föstudag.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á hollenska opna mótinu.

Skrifađ 11. oktober, 2011
mg