Þrír Íslendingar keppa í Wales

Yonex Welsh International 2007 fer fram í Cardiff 29.nóvember til 2.desember næstkomandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista alþjóða badmintonsambandsins.

Þrír Íslendingar eru skráðir til keppni í mótið. Ragna Ingólfsdóttir keppir í einliðaleik kvenna og lítur út fyrir að hún fái aðra röðun á mótinu þ.e. fyrirfram talin líkleg til að verða í 2.sæti. Tinna Helgadóttir keppir einnig í einliðaleik kvenna en hún þarf að taka þátt í undankeppni mótsins. Tinna og bróðir hennar Magnús Ingi Helgason keppa síðan saman í tvenndarleik og Magnús Ingi keppir einnig í einliðaleik karla. Þau Tinna og Magnús komast beint inní mótið í tvenndarleik en Magnús þarf að taka þátt í undankeppninni í einliðaleik.

Hægt er að skoða heimasíðu mótsins með því að smella hér. Inná síðuna er kominn listi yfir skráða leikmenn en niðurröðun mótsins verður líklega ekki birt fyrr en mánudaginn 26.nóvember.

Skrifað 20. nóvember, 2007
ALS