Hiller°d Ý ÷­ru sŠti eftir tvŠr umfer­ir

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, er nú í öðru sæti í þriðja riðli í 3ju deildinni. 

Magnús Ingi spilaði tvo leiki í fyrstu umferð en þá heimsótti Hillerød Holte.  Magnús spilaði tvíliðaleik með Jon Barth Hansen gegn Lars Boesen og Morten Larsen.  Magnús og Jon unnu eftir oddalotu 22-20, 24-22 og 21-16.  Magnús spilaði einnig einliðaleik við Carsten Loesch og vann eftir oddalotu 21-16, 16-21 og 21-19. 

Viðureign Hillerød og Holte endaði með öruggum sigri Hillerød 9-4. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fyrstu umferð. 

Í annarri umferð, sem fram fór í gær, heimsótti Hillerød Skovshoved 3. Hillerød vann örugglega 10-3. 

Magnús Ingi spilaði tvíliðaleik með Jon gegn Stefan Andersen og Henrik Koblauch.  Magnús og Jon töpuðu naumlega eftir oddalotu 16-21, 21-13 og 19-21. Magnús spilaði einnig tvenndarleik með Sofie Skals Styrmer gegn Emil Bille Hansen og Christine Kofoed-Sandt.  Magnús og Sofie unnu 21-19 og 21-14. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit gærdagsins úr annarri umferð. 

Smellið hér til að sjá stöðuna í riðli þrjú í þriðju deild.

Skrifa­ 10. oktober, 2011
mg