Danska úrvalsdeildin komin á fullt

Úrvalsdeildin í Danmörku er hafin og nú eftir þrjár umferðir er lið Tinnu Helgadóttur, Værløse, í 5. sæti deildarinnar.

Í fyrstu umferð atti liðið kappi við Aarhus AB og tapaði 2-4. Tinna spilaði í þeirri viðureign tvenndarleik með Anders Kristiansen við Mats Bue og Line Kjærsfeldt. Tinna og Anders töpuðu 15-21 og 17-21.

 

Tinna Helgadóttir

 

Í annarri umferð mætti Værløse Gentofte og vann 4-3. Tinna spilaði ekki í þeirri umferð.

Í gær fór þriðja umferðin fram en heimsótti Værløse Team Aarhus og vann örugglega 5-1. Tinna spilaði ekki í þriðju umferð.

Værløse spilar næst á morgun, fimmtudag, við Team Skælskør-Slagelse.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í dönsku úrvalsdeildinni.

Skrifað 5. oktober, 2011
mg