Margar oddalotur á Atlamóti ÍA um helgina

Þriðja mót Varðarmótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki hélt sigurganga Atla Jóhannessonar TBR áfram í einliðaleik karla en hann sigraði bróður sinn, Helga TBR, eftir oddalotu 17-21, 21-19 og 21-12.

Í einliðaleik kvenna hélt sigurganga Snjólaugar Jóhannsdóttur TBR áfram en hún sigraði Karitas Ósk Ólafsdóttur TBR einnig eftir oddalotu 16-21, 29-27 og 21-11.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli og Helgi Jóhannessynir TBR þá Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarsson TBR 21-16 og 21-19.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Jóhanna Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR þær Karitas Ósk og Snjólaugu eftir oddalotu 16-21, 21-19 og 21-16.

Í tvenndarleik sigurðu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR Einar Óskarsson og Jóhönnu Jóhannsdóttur TBR 21-12 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Ólafur Örn Guðmundsson BH í einliðaleik karla. Hann fékk úrslitaleikinn gefinn gegn Reyni Guðmundssyni KR.

Í einliðaleik kvenna sigraði Lína Dóra Hannesdóttir TBR  Elísu Líf Guðbjartsdóttur TBR 21-18 og 21-18.

Í tvíliðaleik karla unnu Ólafur Örn BH og Steinn Þorkelsson ÍA Sigurð Sverri Gunnarsson og Þorkel Inga Eriksson TBR 21-16 og 21-16.

Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Sigríður Árnadóttir TBR fengu úrslitaleik í tvíliðaleik kvenna gefinn. Elisabeth Christensen og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR gáfu leikinn.

Í tvenndarleik sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR þau Stein Þorkelsson ÍA og Huldu Lilju Hannesdóttur TBR 21-19 og 21-19.

Helgi Grétar Gunnarsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Vigni Haraldsson TBR eftir oddalotu 21-18, 21-23 og 21-19.

Í einliðaleik kvenna vann Unnur Björk Elíasdóttir TBR Margréti Finnbogadóttur eftir oddalotu 17-21, 21-19 og 21-18.

Tvíliðaleik karla unnu Aftureldingamennirnir Egill Þór Magnússon og Guðmundur Ágúst Thoroddsen. Þeir unnu Skagamennina Daníel Þór Heimsson og Halldór Axel Axelsson 21-16 og 22-20.

Í tvíliðaleik kvenna voru einungis tvör pör og því aðeins einn leikur sem endaði með sigri Margrétar Dís Stefánsdóttur og Svanfríðar Oddgeirsdóttur Aftureldingu á Elísu Líf Guðbjartsdóttur og Unni Dagbjörtu Ólafsdóttur TBR eftir enn eina oddalotuna 23-21, 19-21 og 21-17.

Það er athyglisvert að í 13 úrslitaleikjum á mótinu fóru sex leikir í odd eða tæplega helmingur allra úrslitaleikja.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

Skrifað 4. oktober, 2011
mg