Ragna komin í átta manna úrslit

Ragna Ingólfsdóttir atti kappi við ensku stúlkuna Sarah Milne á alþjóðlega tékkneska mótinu nú rétt í þessu. Ragna vann leikinn örugglega 21-10 og 21-12.
 
Hún er því komin í átta manna úrslit og keppir í fyrramálið við Sashina Vignes Waran frá Frakklandi. Waran er raðað númer þrjú inn í mótið og er í 56. sæti heimslistans en Rögnu er raðað númer sjö inn í mótið og er í 66. sæti.  
 
Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á alþjóðlega tékkneska mótinu.
Skrifađ 30. september, 2011
mg