Ragna keppir í Tékklandi

Alþjóðlega tékkneska mótið hefst á forkeppni í dag. 

Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í mótinu og kemst beint inn í aðalkeppnina.  Henni er raðað númer sjö inn í mótið og fyrsti leikur hennar er á morgun, föstudag, á móti Agata Swist frá Póllandi eða Kseniya Mishenkova frá Rússlandi.  Þessar tvær etja kappi í forkeppninni seinna í dag. 

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Fyrsti leikur Rögnu ætti að verða henni nokkuð auðveldur því þessar tvær eru mun neðar en hún á heimslistanum en Ragna er í 66. sæti heimslistans.  Swist er í 269. sæti og Mishenkova í 321. sæti. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á alþjóðlega tékkneska mótinu.

Skrifađ 29. september, 2011
mg