Evrópumót U17 - Árni Ţór velur hópinn

Evrópumót U17 verður haldið í Caldas da Rainha í Portúgal dagana 19. - 27. nóvember næstkomandi.

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið U17 landsliðshóp Íslands en hann skipa Daníel Jóhannesson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

Ísland er í riðli með Frakklandi, Litháen og Þýskalandi. Danmörku er raðað númer eitt inn í mótið, Rússlandi númer tvö, Tyrklandi númer þrjú, Englandi númer fjögur, Spáni númer fimm, Frakklandi númer sex og Póllandi númer sjö.

Mótið er bæði liðamót og einstaklingsmót en einstaklingskeppnin tekur við þegar liðakeppninni lýkur.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið.

Skrifađ 29. september, 2011
mg