Badmintonbarnablað í Mogganum á laugardag

Barnablað Morgunblaðsins á laugardaginn var sannkallað badmintonbarnablað. Margar myndir og þrautir voru tengdar badmintoníþróttinni í blaðinu. Auk þess tóku tveir efnilegir badmintonstrákar viðtal við badmintonkonuna Rögnu Ingólfsdóttur. Það voru þeir Gunnar Bjarki Björnsson úr TBR og Þórður Páll Fjalarsson frá Akranesi sem tóku þetta skemmtilega viðtal. Skorað er á alla badmintonkrakka að lesa þetta skemmtilega badmintonbarnablað.
Skrifað 19. nóvember, 2007
ALS