Ragna keppir í Ţýskalandi

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er á fleygiferð um heiminn til að afla sér stiga á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins um þessar mundir.

Næsta mót Rögnu er BITBURGER SAARLOXLUX OPEN 2007 sem fram fer í Þýskalandi 2.-7.október næstkomandi. Búið er að draga í mótið og fær Ragna áttundu röðun í einliðaleik kvenna sem þýðir að hún er talin 8. sterkasta einliðaleikskonan í mótinu.

Ragna fær þó mjög erfiðan fyrsta leik en þar mætir hún danskri stúlku sem heitir Nanna Brosolat Jensen. Nanna náði mjög góðum árangri á Opna Spænska mótinu um daginn þar sem hún komst í undanúrslit. Nanna og Ragna hafa oft mæst á badmintonvellinum áður meðal annars nokkrum sinnum í liðakeppninni í Danmörku. Þær hafa skipst á að sigra og því er ómögulegt að segja hvernig fer í Þýskalandi í næstu viku.

Smellið hér til að skoða heimasíðu mótsins með nánari upplýsingum.

Skrifađ 26. september, 2007
ALS