Úrslit Septembermóts TBR

Annað mót Varðarmótaraðarinnar, Septembermót TBR, var á föstudagskvöldið. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

Þrettán keppendur voru í karlaflokki og bar Atli Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið bróður sinn, Helga Jóhannesson TBR, 21-16 og 21-11. Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

Í einliðaleik kvenna voru sjö keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en hún sigraði Söru Högnadóttur TBR 21-14 og 21-19. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

Atli og Snjólaug hafa bæði borið sigur úr bítum í þessum tveimur mótum sem hafa verið haldin í haust. 

Næsta mót í Varðarmótaröðinni, Atlamót ÍA, er helgina 1. - 2. október.

Fyrsta mót unglingamótaraðar BSÍ, Reykjavíkurmót unglinga, verður næsta laugardag í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Skrifađ 18. september, 2011
mg