Öruggur sigur Rögnu

Ragna Ingólfsdóttir keppti rétt í þessu fyrsta leik sinn á Guatemala International mótinu.

Leikurinn var gegn Maja Tvrdy frá Slóveníu. Trvdy er í 65. sæti heimslistans en Ragna er í 64. sæti. Fyrir leikinn mátti því búast við erfiðri viðureign. Ragna átti hörkuleik og vann 21-5 og 21-14.

Hún er því komin í aðra umferð mótsins og keppir á morgun við Claudia Mayer frá Austurríki. Mayer er í 114. sæti heimslistans.

Ragna hefur tvisvar áður keppt við Mayer, í Slóveníu árið 2003 og á Kýpur í fyrra. Ragna vann þær viðureignir örugglega.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Guatemala International.

Skrifađ 14. september, 2011
mg