Ragna keppir í Guatemala

Ragna Ingólfsdóttir er nú í Guatemala en þar tekur hún þátt í Guatemala International 2011 mótinu. 

Fyrsti leikur hennar er á morgun gegn slóvönsku stúlkunni Maja Tvrdy sem er í 65. sæti heimslistans.  Ragna er í 64. sæti listans. 

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Margir sterkir spilarar taka þátt í þessu móti og sú sem fær röðun í fyrsta sætið í einliðaleik kvenna á mótinu, Susan Egelstaff frá Skotlandi, er í 32. sæti heimslistans. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einliðaleik kvenna.

Skrifađ 13. september, 2011
mg