Septembermót TBR

Annað mót á Varðarmótaröð Badmintonsambands Íslands, Septembermót TBR, er föstudaginn 16. september. 

Á mótinu verður keppt í einliðaleik í meistaraflokki karla og kvenna.  Hámarksfjöldi keppenda verður 16 í einliðaleik karla og 16 í einliðaleik kvenna.  Keppnisheimild fylgir styrkleikalista BSÍ. Keppnisfyrirkomulag er beinn útsláttur.

Mótið hefst klukkan 18 og skráningarfrestur rennur út á þriðjudaginn, 13. september. 

Skráningar berist til TBR á Excel formi BSÍ.

Skrifađ 8. september, 2011
mg