Um 80 krakkar kepptu á KR mótinu

Á sunnudaginn fór fram Unglingamót KR í KR-heimilinu. Keppt var í einliðaleik í svokölluðum B-flokki unglinga þ.e. fyrir þá leikmenn sem ekki hafa unnið til verðlauna fyrir sitt félag á opnum mótum.

Um 80 krakkar frá fimm félögum tóku þátt í mótinu, félögin voru Keflavík, Hamar, BH, Flúðir og KR. Hægt er að skoða úrslit mótsins með því að smella hér.

Heimasíða Badmintondeildar KR með nánari upplýsingum er www.kr.is/badminton.is.

Skrifað 19. nóvember, 2007
ALS