Reynir úr leik á heimsmeistaramóti öldunga

Reynir Guðmundsson KR er úr leik á heimsmeistaramóti öldunga sem fer nú fram í Vancuver í Kanada. 

Reynir keppti í flokki 50+ og lenti í fyrsta leik á móti Geir Arnevik frá Noregi sem er raðað númer fimm inn í flokkinn. 

Reynir tapaði 21-11 og 21-13. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í dag á heimsmeistaramóti öldunga.

Skrifað 22. ágúst, 2011
mg