Varðarmótaröð Badmintonsambands Íslands

Stjörnumótaröð Badmintonsambands Íslands mun í vetur nefnast Varðarmótaröðin en Vörður tryggingar er aðalstyrktaraðili Badmintonsambandsins.

Mótaskráin er nú komin á netið og má nálgast hana hér

Fyrsta unglingamót vetrarins er Reykjavíkurmót unglinga sem haldið verður í TBR húsunum þann 24. september. 

Sú nýbreytni er í ár að tvö einliðaleiksmót verða í september fyrir meistaraflokk.  Þau eru bæði haldin á föstudagskvöldi og verða innan Varðarmótaraðar.

Fyrsta fullorðismót vetrarins verður Atlamót ÍA dagana 1. - 2. október.  Mótið verður haldið á Skaganum. 

Stjörnumót unglinga verða átta talsins næstkomandi vetur og 11 fullorðinsmót.

Skrifað 17. ágúst, 2011
mg