Vetrarmót TBR 24.-25.nóvember

Síðasti skráningardagur í Vetrarmót TBR er á mánudaginn. Mótið er unglingamót þar sem keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Yngri flokkarnir tveir þ.e. U13 og U15 keppa á laugardeginum 24.nóvember en eldri flokkarnir U17 og U19 á sunnudeginum 25.nóvember. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér. Heimasíða Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur sem heldur mótið er www.tbr.is.
Skrifað 16. nóvember, 2007
ALS