Kínverjinn Dan Lin heimsmeistari í einliđaleik karla

Heimsmeistaramótinu í badminton var að ljúka rétt í þessu í London.

Heimsmeistari í einliðaleik karla er Dan Lin frá Kína en hann vann Chon Wei Lee frá Malasíu. Lee var raðað númer eitt inn í mótið en Lin hafði betur eftir oddalotu 20-22, 21-14 og 23-21. Samkvæmt heimslistanum sem var gefinn út síðastliðinn fimmtudag var Lee númer eitt en Lin númer tvö.

Peter Gade frá Danmörku komst lengst evrópskra karla í einliðaleik en hann lenti í þriðja til fjórða sæti og tapaði fyrir heimsmeistaranum í undanúrslitum 22-24, 21-7 og 21-15.

Smellið hér til að sjá úrslit í einliðaleik karla á heimsmeistaramótinu.

Skrifađ 14. ágúst, 2011
mg