Nordic Camp ađ hefjast

Nordic Camp, norrænar æfingabúðir, hefst á morgun, mánudaginn 1. ágúst í Karlskrona í Svíþjóð.

Þátttakendur fyrir Íslands hönd verða sex, Alexander Huang TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu og Lína Dóra Hannesdóttir TBR.

Karen Ýr Sæmundsdóttir UMF Þór fer sem fararstjóri hópsins en hún fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið meðfram Nordic Camp.

Íslenski hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar og þaðan með lest til Karlskrona í Svíþjóð.

Skrifađ 31. júlí, 2011
mg