Sumarskóli Badminton Europe ađ hefjast

Badminton Europe Summer School hefst á morgun, laugardag, í Madrid á Spáni. 

Þátttakendur fyrir Íslands hönd verða sex, Brynjar Geir Sigurðsson BH, Eiður Ísak Broddason TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. 

Ólafur Örn Guðmundsson BH fer sem fararstjóri hópsins en hann fer jafnframt á þjálfaranámskeið hjá Badminton Europe sem er haldið meðfram Sumarskólanum. 

Íslenski hópurinn fer til Madrid í dag með viðkomu í London. 

Smellið hér til að lesa um Sumarskólann.

Skrifađ 15. júlí, 2011
mg