Öruggur sigur Rögnu

Ragna spilaði rétt í þessu í annarri umferð á "Russian White Nights" mótinu í Rússlandi.  
 
Andstæðingur Rögnu í annarri umferð var úkraínska stúlkan Maria Ulitina sem er í 88. sæti heimslistans.  Ragna vann hana örugglega 21-11 og 21-15.  
 
Ragna er því komin í átta manna úrslit og keppir næst við Maria Kristin Yulianti frá Indónesíu sem er í 131. sæti heimslistans.  Ragna er í 73. sæti.  Ragna hefur ekki áður mætt Yulianti.  
 
Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í dag á Russian White Nights mótinu.
Skrifađ 8. júlí, 2011
mg