Ragna komin í ađra umferđ í Rússlandi

Ragna Ingólfsdóttir keppir nú í "Russian White Nights" mótinu í Rússlandi.  
 
Hún atti kappi við Laura Vana frá Eistlandi í dag og vann 21-19 og 21-13.  Ragna keppti síðast við Vana á alþjóðlega sænska mótinu árið 2010 og vann hana einnig þá.  
 
Ragna Ingólfsdóttir 
 
Ragna er því komin í aðra umferð mótsins.  
 
Hún keppir á morgun við Maria Ulitina frá Úkraínu.  Ulitina er í 88. sæti heimslistans en Ragna í því 73.  
 
Rögnu er raðað númer átta inn í mótið. 
 
Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í dag.
Skrifađ 7. júlí, 2011
mg