Ragna keppir í Rússlandi

Ragna Ingólfsdóttir heldur í dag til Rússlands en þar tekur hún þátt í "Russian White Nights" mótinu.  
 
Rögnu er raðað númer átta inn í einliðaleik kvenna og fyrsti leikur hennar er á móti Laura Vana frá Eistlandi.  Vana er númer 134 á heimslistanum en Ragna er númer 73.  
 
Mótið hefst á morgun, miðvikudag, en leikur Rögnu gegn Vana fer fram á fimmtudaginn.  
 
Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á "Russian White Nights".
Skrifađ 5. júlí, 2011
mg