Magnús Ingi tapaði naumlega fyrir Yuhan

Norska Opna badmintonmótið hófst í Osló í dag. Meðal keppenda var Íslandsmeistarinn í einliðaleik karla Magnús Ingi Helgason. Magnús Ingi mætti í fyrsta leik hinum sterka Yuhan Tan frá Belgíu en hann er númer 89 á heimslistanum. Fyrstu lotuna sigraði Magnús 21-17 en næstu lotu sigraði Yuhan 21-16. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit í leiknum og hana sigraði Yuhan Tan 21-14. Flottur leikur hjá Magnúsi sem var frekar óheppinn að fá þennan sterka leikmann strax í fyrsta leik.

Hægt er fylgjast með úrslitum Norska Opna með því að smella hér.

Skrifað 15. nóvember, 2007
ALS