TBR tapar fyrir Mount Pleasant frá Írlandi

TBR keppti síðasta leik sinn í Evrópukeppni félagsliða í dag við Mount Pleasant frá Írlandi.  Leikurinn endaði með tapi TBR 2-5.

Margrét Jóhannsdóttir vann einliðaleik sinn 23-21 og 22-20 og systir hennar, Halldóra Elín Jóhannsdóttir vann einnig einliðaleik sinn eftir oddalotu 11-21, 21-13 og 21-16.  

Haukur Stefánsson tapaði einliðaleik sínum 21-13 og 21-17.

Jónas Baldursson tapaði einliðaleik sínum 21-16 og 21-10.

Bjarki Hlífar Stefánsson og Einar Óskarsson töpuðu tvíliðaleik sínum naumlega 21-17 og 21-18.

Þorbjörg Kristinsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir töpuðu tvíliðaleik sínum einnig naumlega 21-18 og 23-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Bjarki og Halldóra en þau töpuðu 21-17 og 21-18.

Margrét Jóhannsdóttir hefur átt frábæra leiki á mótinu og unnið allar sínar viðureignir.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

TBR hefur því lokið keppni á Evrópukeppni félagsliða í Zwolle í Hollandi.

Skrifađ 17. júní, 2011
mg