TBR í Evrópukeppni félagsliđa

Evrópukeppni félagsliða hefst á morgun í Zwolle í Hollandi.  TBR sendir lið í keppnina en þau tryggðu sér þátttökurétt með því að sigra Deildakeppni BSÍ í febrúar síðastliðnum. 

Lið TBR skipa Bjarki Hlífar Stefánsson, Einar Óskarsson, Haukur Stefánsson, Jónas Baldursson, Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Karitas Ósk Ólafsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir. 

 

Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Karitas Ósk Ólafsdóttir, Bjarki Stefánsson, Þorbjörg Kristinsdóttir, Skúli Sigurðsson, Margrét Jóhannsdóttir, Jónas Baldursson, Einar Óskarsson og Haukur Stefánsson

 

TBR mun spila í öðrum riðli ásamt Bordeaux Union St. Bruno frá Frakklandi, Mount Pleasant frá Írlandi og CHEL frá Portúgal.  Spilað verður í fjórum riðlum á mótinu en alls taka 15 lið þátt.

TBR á fyrsta leik gegn franska liðinu á morgun, miðvikudag, en franska liðinu er raðað númer tvö inn í mótið. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 14. júní, 2011
mg