Ragna komin í úrslit á alţjóđlega litháenska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir er komin í úrslit á alþjóðlega litháenska mótinu sem nú er í gangi.  
 
Hún var rétt í þessu að vinna svissnesku Jeanine Cicognini sem var raðað númer eitt inn í mótið.  Cicognini er númer 46 á heimslistanum en Ragna í því 78.  Ragna vann fyrri lotuna 21-18 og þá seinni 25-23 eftir æsispennandi lotu þar sem var jafnt 23-23.  
 
Úrslitaleikurinn fer fram á morgun, hvítasunnudag.  
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.
Skrifađ 11. júní, 2011
mg