Auđveldur sigur hjá Rögnu

Ragna Ingólfsdóttir spilaði sinn fyrsta leik á alþjóðlega litháenska mótinu í morgun.  
 
Fyrsti leikur hennar var gegn Anastasia Nazarchuk frá Rússlandi.  Ragna vann leikinn auðveldlega 21-9 og 21-13.  
 
Ragna Ingólfsdóttir 
 
Í annarri umferð sem var að klárast lék Ragna gegn Anastasia Kharlampovich frá Rússlandi.  Ragna vann þann leik einnig auðveldlega 21-13 og 21-12.  
 
Hún er því komin í átta manna úrslit á mótinu.  Í þeim keppir hún við Akvile Stapusaityte frá Litháen.  Hún er númer 146 á heimslistanum en Ragna er í 78 sæti.   
 
Rögnu er raðað númer fjögur inn í mótið.  
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega litháenska mótinu.
Skrifađ 10. júní, 2011
mg