SPRON óskar Rögnu til hamingju

Það eru kostnaðarsamt fyrir afreksfólk í badminton að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum. Hver leikmaður þarf að taka þátt í amk. 12 mótum á ári í amk. 2 ár fyrir Ólympíuleikana svo að þátttaka sér raunhæfur möguleiki.

Ragna Ingólfsdóttir er með marga sterka og góða bakhjarla sem gera henni kleift að ferðast um heiminn og taka þátt í alþjóðlegum mótum. Það eru Afrekssjóður ÍSÍ, Ólympíusamhjálpin, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Badmintonsambandið og styrktaraðilar þess, Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur og SPRON sem aðstoða Rögnu á rausnarlegan hátt.

Á heilsíðu í Fréttablaðinu í dag óskar SPRON Rögnu innilega til hamingju með árangurinn síðustu tvær helgar. Hægt er að skoða hamingjuóskirnar með því að smella hér.

Skrifađ 15. nóvember, 2007
ALS