Sumarskóli Badminton Europe

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í Evrópusumarskólann, Badminton Europe Summer School.  Skólinn fer fram á Spáni dagana 16. - 23. júlí næstkomandi. 

Hópinn skipa Eiður Ísak Broddason TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Brynjar Geir Sigurðsson BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Margrét Finnbogadóttir TBR.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE.  Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi, Ólafur Örn Guðmundsson BH, og hann er jafnframt fararstjóri hópsins.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe 2011.

Skrifađ 31. maí, 2011
mg