Öruggur sigur á Ísrael

Ísland burstaði Ísrael á heimsmeistaramóti landsliða, Sudirman Cup, í Kína nú í morgun.  Þetta var síðasti leikur íslenska landsliðsins á mótinu en leikurinn endaði 4-1 fyrir Íslandi.  
 
Atli Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum fyrir Misha Zilbermann 9-21 og 7-21 en Zilbermann er í 78. sæti heimslistanum og því við ofurefli að etja.  
 
Ragna Ingólfsdóttir vann öruggan sigur á Alina Pugach 21-10 og 21-8.  
 
Ragna Ingólfsdóttir 
 
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason unnu tvíliðaleik sinn gegn Alexander Bass og Vladislav Chislov eftir oddalotu 21-19, 19-21 og 21-16.  
 
Ragna og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu Alina Pugach og Svetlana Zilbermann Beliasov 21-18 og 21-16.  
 
Helgi og Tinna Helgadóttir spiluðu tvenndarleikinn og unnu Misha Zilbermann og Svetlana Zilbermann Beliasov 21-13 og 21-12.  
 
Íslenska liðið lenti í þriðja sæti fjórða riðils á mótinu.  
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Sudirman Cup 2011.
Skrifađ 26. maí, 2011
mg