Naumt tap fyrir Filippseyjum

Íslenska landsliðið í badminton tapaði í morgun fyrir Filippseyjum á HM landsliða sem nú fer fram í Kína.  Leikar enduðu 2-3 fyrir Filippseyjum.  
 
Ísland er því nú í þriðja sæti riðilsins, Filippseyjar í fyrsta og Sri Lanka í öðru.  Seinasti leikur íslenska landsliðsins er á morgun gegn Ísrael.  
 
Í leiknum í morgun unnu Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir tvenndarleikinn eftir oddalotu 15-21, 21-13 og 21-17 og Ragna Ingólfsdóttir einliðaleik sinn 21-19 og 21-11.  
 
Atli Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 16-21 og 11-21.  Magnús Ingi Helgason og Helgi töpuðu tvíliðaleiknum sínum naumlega eftir oddalotu 14-21, 21-18 og 21-17 og Tinna Helgadóttir og Ragna töpuðu tvíliðaleik sínum einnig eftir oddalotu 18-21, 21-14 og 21-15.  
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fjórða riðli.
Skrifað 25. maí, 2011
mg