Tap gegn Sri Lanka

Íslenska landsliðið átti leik gegn Sri Lanka nú í morgun.  Leikurinn fór 2-3 fyrir Sri Lanka og er þetta fyrsta tap íslenska landsliðsins fyrir Sri Lanka en Ísland hefur tvisvar áður keppt við Sri Lanka og í bæði skiptin unnið 4-1.  
 
Ragna Ingólfsdóttir vann báðar sínar viðureignir, einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Tinnu Helgadóttur.  Báðar viðureignirnar unnust mjög örugglega, einliðaleikurinn 21-15 og 21-6 og tvíliðaleikurinn 21-17 og 21-7.
 
Magnús Ingi Helgason og Tinna töpuðu tvenndarleiknum eftir oddalotu 10-21, 21-12 og 8-21.  
 
Atli Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 17-21 og 16-21.  
 
Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi töpuðu tvíliðaleik sínum eftir spennandi oddalotu 19-21, 21-13 og 17-21.  
 
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fjórða riðli.  
 
Íslenska landsliðið á nú eftir að keppa við Filippseyjar og Ísrael.
Skrifað 24. maí, 2011
mg