Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á morgun

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á Sudirman Cup, heimsmeistaramóti landsliða 2011, fer fram á morgun, mánudag.  Leikurinn fer fram klukkan 6 að morgni íslensks tíma. 

Liðið leikur við Seysil eyjar.  Löndin hafa ekki mæst fyrr í badminton og því ekki alveg ljóst við hverja er að etja.  Seysil eyjar spiluðu við Sri Lanka í dag og töpuðu viðureigninni 5-0.  Við höfum tvisvar mætt Sri Lanka og unnið báðar viðureignir 4-1. 

Tinna Helgadóttir mun spila einliðaleik kvenna, Atli Jóhannesson einliðaleik karla, tvenndarleikinn spila Magnús Ingi Helgason og Snjólaug Jóhannsdóttir.  Tvíliðaleik kvenna spila Ragna Ingólfsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir og tvíliðaleik karla spila Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Sudirman Cup.

Skrifað 22. maí, 2011
mg