Landsliđiđ heldur til Kína

Landsliðið í badminton heldur til Kína á miðvikudaginn. Þar tekur það þátt í Heimsmeistaramóti landsliða, Sudirman Cup 2011.

Mótið er haldið annað hvort ár en var first haldið í Indónesíu árið 1989. Þá tóku þátt 28 þjóðir en nú keppa 50 landslið um heimsmeistaratitilinn.

Sudirman Cup er nefnt eftir Dick Sudirman stofnanda Badmintonsambands Indónesíu.

Landsliðið skipa Atli og Helgi Jóhannessynir, Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir. Þau eru öll í TBR.

Sudirman Cup fer fram í Quingdao dagana 22. - 29. maí. Ísland lenti í neðsta riðli með Sri Lanka, Filippseyjum, Ísrael og Cesil eyjum. Við höfum einungis einu sinni keppt á móti Ísrael. Þann leik unnum við 4-1. Sri Lanka höfum við kept tvisvar við og unnið í bæði skiptin 4-1. Filippseyjar og Cesil eyjar eru lönd sem við etjum í fyrsta sinn kappi við á Sudirman nú í Kína.

Smellið hér til að sjá fleiri upplýsingar um Sudirman Cup.

Skrifađ 16. maí, 2011
mg