Sigríđur verđur fulltrúi evrópskra badmintonkvenna á málţingi í Kína

Badmintonsamband Evrópu tilkynnti í gær að Sigríður Bjarnadóttir formaður Badmintonsambands Íslands muni verða fulltrúi Evrópskra kvenna á málþingi tileinkað konum í badminton sem haldið er í tengslum við ársþingi Alþjóða Badmintonsambandsins sem fram fer í Kína síðar í mánuðinum.

Á síðasta ári ákvað Alþjóða Badmintonsambandið að koma af stað átakinu „Konur í badminton/Women in Badminton" og í kjölfarið voru stofnaðar konu nefndir í öllum heimsálfum. Sigríður var valin í Evrópunefndina „European Women in Badminton" ásamt 11 öðrum konum sem komu hvaðanæva úr Evrópu og eru þær flestar með mismunandi bakgrunn innan badmintoníþróttarinnar. Nefndin hittist fyrst í París í ágúst í fyrra og er meginmarkmiðið að auka þátttöku kvenna á öllum sviðum badmintoníþróttarinnar, jafnt í stjórnum, keppni, þjálfarahópnum sem annars staðar.

Ein hugmynd er komin til framkvæmdar og hefur stjórn Badmintonsambands Evrópu ákveðið að afhenda árlega tvenn heiðursverðlaun til kvenna til að heiðra þeirra störf innan íþróttarinnar og er dagsetningin 8. mars eða á Alþjóðlega konudaginn. Árlega skal veita viðurkenningu fyrir „Badmintonverkefni ársins / Women in Badminton Project of the Year" og "Badmintonkona ársins / Women in Badminton Person of the Year".

Hugmyndin er að hluta til tekin frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu en Þórdís Gísladóttir var fyrst allra frjálsíþróttakvenna í heiminum til að hljóta heiðursverðlaun fyrir störf sín á sviði frjálsra íþrótta.

Skrifađ 9. maí, 2011
mg