Ragna úr leik á alþjóðlega danska mótinu

Ragna spilaði annan leik sinn á alþjóðlega danska mótinu rétt í þessu. 

Hún tapaði fyrir Olgu Konon sem var raðað númer sex inn í mótið 11-21 og 11-21.  Konon er númer 46 á heimslistanum. 

Ragna hefur því lokið keppni á mótinu. 

Hún keppir næst í Kína á Sudirman Cup ásamt landsliði Íslands og því næst í Litháen í júní. 

Smellið hér til að sjá leiki dagsins á alþjóðlega danska mótinu.

Skrifað 6. maí, 2011
mg