Ragna keppir á alþjóðlega danska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir er nú í Danmörku þar sem hún tekur þátt í alþjóðlega danska mótinu. 

Hún fór beint inn í aðalmótið og keppir í dag í einliðaleik kvenna á móti Michelle Chan frá Nýja Sjálandi.  Chan er í 80. sæti heimslistans en Ragna í því 76. og því má búast við hörkuleik. 

Þetta er fyrsta mótið sem Ragna tekur þátt í á þessu keppnisári, sem hófst nú í byrjun maí og gefur stig sem telur inn á Ólympíuleikana í London sumarið 2012. 

Ragna Ingólfsdóttir

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í mótinu. 

Smellið hér til að sjá leiki dagsins. 

Hægt er að fylgjast með leik Rögnu og Chan með því að smella í hægra horninu hér á "view live scores" en leikurinn hefst klukkan 10:20 á íslenskum tíma.

Skrifað 6. maí, 2011
mg