Leikir U17 landsliđsins VICTOR OLVE

U17 landslið Íslands er nú í Belgíu að keppa á VICTOR OLVE mótinu.  Krakkarnir eru allir búnir að keppa sína einliðaleiki en einliðaleikirnir voru spilaðir í riðlum þannig að hver og einn spilaði tvo leiki. 

Eiður Ísak Broddason tapaði sínum tveimur leikjum annars vegar 13-21 og 17-21 og hins vegar 7-21 og 8-21. 

Þorkell Ingi Eriksson tapaði einum leik 10-21 og 9-21 en fékk seinni leikinn gefins. 

Thomas Þór Thomsen tapaði sínum leikjum 13-21 og 14-21 og seinni leiknum 11-21 og 17-21. 

Steinn Þorkelsson tapaði fyrri leiknum sínum 11-21 og 14-21 en vann seinni leikinn eftir oddalotu 21-16, 10-21 og 23-21. 

Hulda Lilja Hannesdóttir tapaði sínum leikjum 8-21 og 14-21 og síðan 7-21 og 9-21. 

Margrét Finnbogadóttir vann fyrri leikinn sinn 21-13 og 21-16 en tapaði seinni leiknum 8-21 og 11-21. 

Margrét Jóhannsdóttir vann líka annan leikinn sinn 22-20 og 21-17 en tapaði hinum naumlega eftir oddalotu 16-21, 23-21 og 19-21.

Sara Högnadóttir tapaði sínum leikjum 12-21 og 20-22 og seinni leiknum 12-21 og 16-21. 

Þá hafa þau spilað tvo tvenndarleiki og einn tvíliðaleik karla.  Margrét F. spilaði með Eiði en Sara og Þorkell spiluðu saman.  Þau töpuðu bæði sínum leikjum.  Tvíliðaleikinn spiluðu Eiður Ísak og Þorkell en þeir töpuðu líka sínum leik. 

Smellið hér til að sjá úrslit leikja.

Skrifađ 24. apríl, 2011
mg