Tapleikir í dag

Einstaklingskeppni Evrópumóts unglinga hófst í dag. 

Kristinn Ingi Guðjónsson og María Árnadóttir töpuðu tvenndarviðureign sinni við úkraínska andstæðinga sína 7-21 og 8-21. 

Thomas Þór Thomsen tapaði einnig einliðaleik sínum fyrir úkraínskum mótherja 6-21 og 14-21. 

Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir töpuðu fyrir tékkneskum andstæðinum í tvíliðaleik 15-21 og 13-21.

Þá tapaði Rakel Jóhannesdóttir fyrir henni finnsku Jenny Nyström 13-21 og 13-21. 

Þetta var því erfiður dagur hjá íslensku krökkunum í dag.  Á morgun heldur einstaklingskeppnin áfram og íslensku krakkarnir eiga sex leiki þann dag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit leikja í dag.

Skrifađ 19. apríl, 2011
mg