Magnús Ingi keppir á Norska Opna

Norwegian International Championship 2007 hefst í dag í Osló í Noregi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Magnús Ingi Helgason keppir í einliðaleik karla á mótinu. Hann hefur ekki tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum að undanförnu og þarf því að taka þátt í undankeppni mótsins sem hefst í dag. Segja má að Magnús Ingi hafi verið frekar óheppin með niðurröðun í mótinu því hann mætir hinum sterka leikmanni Yhan Tan frá Belgíu í fyrsta leik. Yhan er númer 89 á heimslistanum og hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum mótum undanfarið ár. Magnús er sjálfur númer 366 á heimslistanum og hefur því allt að vinna gegn Belganum sterka.

Ragna Ingólfsdóttir var einnig skráð til keppni í mótinu en hún ákvað að taka sér frí um helgina eftir mjög mikið álag síðustu vikur.

Niðurröðun mótsins er hægt að skoða með því að smella hér.

Skrifað 15. nóvember, 2007
ALS