Ţýskaland leikur gegn Rússlandi í úrslitum EM unglinga

Þýskaland sigraði Danmörku í undanúrslitum á EM unglinga í dag 3-2.  Hinn efnilegi Viktor Axelsen er í liði Dana.  Danir unnu einliðaleik karla og tvíliðaleik karla en Þjóðverjar sigruðu í einliðaleik kvenna, tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. 

Rússar lögðu Úkraínu að velli 3-0 en þar voru eingöngu spilaðir einliðaleikir og tvenndarleikur og eftir þá leiki voru úrslitin ráðin. 

Það eru því Rússar og Þjóðverjar sem leika til úrslita á Evrópumóti unglinga 2011 í fyrramálið. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagins. 

Einstaklingskeppni EM unglinga hefst á morgun. 

Þá keppa Kristinn Ingi Guðjónsson og María Árnadóttir tvenndarleik við Sergiy Garist og Natalya Voytsekh frá Úkraínu, Thomas Þór Thomsen spilar við Sergiy Garist í einliðaleik, Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir keppa við tékknesku stúlkurnar Alzbeta Basova og Lucie Havola.  Rakel Jóhannesdóttir keppir við Jenny Nyström frá Finnlandi í einliðaleik kvenna.

Skrifađ 18. apríl, 2011
mg