Undanúrslit á Evrópumóti U19

Nú er orðið ljóst að Danmörk mun etja kappi við Þýskaland og Úkraína við Ungverjaland í undanúrslitunum á Evrópumóti unglinga í Finnlandi. 

Undanúrslitin eru hafin og hægt er að fylgjast með þeim með því að smella hér

Búast má við að Danir landi Evrópumeistaratitilinum en þeim er raðað númer eitt í mótið. 

Úrslitin fara fram í fyrramálið. 

Á morgun hefst einstaklingskeppnin en þá munu íslensku keppendurnir hefja aftur leik á mótinu.

Skrifað 18. apríl, 2011
mg