Sigur á Lettlandi

U19 landslið Íslands vann glæsilegan sigur gegn Lettlandi 4-1 á Evrópumóti unglinga í Finnlandi í dag.

Rakel Jóhannesdóttir vann Ieva Pope eftir oddalotu 21-10-14-21 og 21-12.

Ólafur Örn Guðmundsson tapaði naumlega fyrir Andis Berzins eftir oddalotu 14-21, 21-14 og 18-21.

 

U19 landsliðið - Ólafur Örn Guðmundsson

 

Rakel og Margrét Jóhannsdóttir unnu Iena Pope og Monika Radovska einnig eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-16.

Tvíliðaleik karla spiluðu Nökkvi rúnarsson og Thomas Þór Thomsen en þeir unnu Renis Krauklis og Reinis Sefers 22-20 og 21-17.

Tvenndarleikinn spikuðu Kristinn Ingi Guðjónsson og Margrét Jóhannsdóttir . Þau unnu Arturs Akmens og Monika Radovska 22-20 og 21-18.

Þetta voru því allt hörkuspennandi leikir sem íslenska liðið spilaði í dag. Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag.

Íslenska liðið hefur nú lokið keppni í liðakeppninni en liðið hafnaði í þriðja sæti riðilsins og í 15. - 21. sæti á mótinu öllu.

Undanúrslit fara fram á morgun, mánudag og úrslit fara fram á þriðjudaginn.

Á þriðjudaginn hefst einstaklingskeppnin á Evrópumóti unglinga 2011.

Skrifađ 17. apríl, 2011
mg