Evrópumót unglinga í Finnlandi hafið

U19 landsliðið í badminton er nú í Finnlandi á Evrópukeppni unglinga.

Liðið skipa Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Nökkvi Rúnarsson TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, María Árnadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR.

 

U19 landslið Íslands 2011

 

Ísland er í riðli með Hollandi, Ungverjalandi og Lettlandi. Fyrsti leikur Íslenska liðsins var við Holland á föstudaginn. Hollendingar voru mun sterkari og unnu okkur 5-0.

Einliðaleiki spiluðu Rakel sem tapaði eftir oddalotu 16-21, 21-18 og 12-21 og Nökkvi sem tapaði 5-21 og 5-21.

Tvíliðaleiki spiluðu Sara og Margrét sem töpuðu 4-21 og 4-21 og Kristinn Ingi og Ólafur Örn sem töpuðu 7-21 og 10-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Thomas Þór og María og þau töpuðu 7-21 og 8-21.

Smellið hér til að sjá úrslit föstudagsins í riðli 3.

Skrifað 15. apríl, 2011
mg