Tap gegn Ungverjalandi

Íslenska U19 liðið atti kappi við U19 landslið Ungverjalands í dag.

Ungverjar, sem eru með næststerkasta liðið í riðlinum, vann 4-1.

Rakel Jóhannesdóttir vann sinn einliðaleik sem hún spilaði við ReginaZsifia Zsigmond eftir oddalotu 21-12, 11-21 og 21-14.

 

U19 landsliðið - Rakel Jóhannesdóttir

 

Nökkvi Rúnarsson tapaði einliðaleik sínum gegn Gergely Krausz 6-21 og 7-21.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Rakel Jóhannesdóttir og Margrét Jóhannsdóttir en þær töpuðu naumlega eftir oddalotu 21-15, 15-21 og 18-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Nökkvi Rúnarsson og Thomas Þór Thomsen. Þeir töpuðu 11-21 og 14-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Kristinn Ingi Guðjónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Þau töpuðu 15-21 og 11-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í þriðja riðli.

Skrifađ 16. apríl, 2011
mg